
nú er hámarkinu náð...
klukkan er að detta í miðnætti, það er laugardagskvöld og gusgus á nasa, ég er alein uppi í Odda að gera verkefni í opinberri stjórnsýslu, laumuleg að leggja einn kapal og hlusta á kántrí...
þetta er EKKI það sem flokkast undir að vera hip og kúl, hreinar línur á því!
einu sinni var ég hip og kúl.
ég hef drukkið kampavín með Metallicu og fengið viðurnefnið Sigga Rokk eina kvöldstund...
ég hef sungið Fuck the Pain away með Peaches að klípa í rassinn minn á tónleikum fyrir framan 400 manns...
ég hef farið í vatnsslag á prikinu og díla við lögguna rennandiblaut í nærbol og sokkabuxum einum fata...
ég var valin best klæddasti nemandinn í grunnskóla...
ég hef tippsað strippara á Óðal með Korn...
ég hef djammað með Svarstsenegger.....
ég á dolce&gabbana little black dress...
ég hélt (ásamt sambúðarkonu minni ash) bestu partíin í 101.....
Þetta var sú tíð þegar það mátti varla minnast á Prikið án þess að það kæmi fram að ég hefði sveiflað mér í ljósunum, dansað uppi á barborði og farið í skemmtistaðasleik. Miðvikudagur hét litli föstudagur, fimmtudagur litli laugardagur og svo var komin hin heilaga helgi. Einu sinni var sú tíð að ég leit alltaf vel út þegar ég steig útum útidyrnar mínar. Ég meira að segja stundaði líkamsrækt, leyfði hættulegum geislum að tanna húðina mína, hvítti á mér tennurnar, strípaði hárið mitt og keypti mér þröng föt....
Ég hef meira að segja gerst svo fræg að fara á Glaumbar á fimmtudögum í fimm í fötu á 1500 kr og drukkið ófá svört skot úr rörum....
Ég man daga eftirpartía til kl.10 um morguninn.... Þynnku alla sunnudaga.... Síminn fullur af missed call og sms um miðja nótt...allir vildu bjóða siggu í partí....
hvar er ég í dag?
já ég skal sko segja ykkur það.
Ég er í skóla. Punktur og pasta (pasta er skemmtilegra en basta).
Ég borða nammi út í eitt svo að ég haldist vakandi yfir skólabókunum.
ég fann slit og appelsínuhúð á lærum og rassi í dag.
ég komst ekki í einar buxur..held samt að það sé fóðrun danans að kenna, mætti halda að hann væri að reyna að gera fois gras úr mér..en það er svo önnur saga.
Ég djamma ALDREI.. ég fer ALDREI á kaffihús... ég tek mig ALDREI til.... hvað þá að fara í ljós, ræktina, ganga í þröngum fötum eða hössla....ohhh nei, ég fæst ekki einu sinni til að fara í g-streng lengur!
Bridget er mætt.
Hápunktur helgarinnar er að hanga í rúminu allan daginn og lesa eitthvað annað en skólabók, spjalla við hr.dana, kannski kíkja snemma í einn kaffi með stelpunum (sjaldgæft þó) og stela lögum.... í flippi þá tek ég til og fer kannski í pils...ef ekstra mikið flipp þá blæs ég á mér hárið og plokka augabrúnirnar... en það telst víst til hátíðarbrigða..eins og kannski ef köbens ferð er á planinu....
í gær var ég í hawaiin tropic frumsýningar partí einhverju á Pravda.
það var hræðilegt.
ég horfði á stelpurnar og ásgeir kolbeins og ég velti fyrir mér; er þetta líferni þeirra fyrir mig?
Ef ég myndi stefna á þessa bikiní keppni þá þyrfti ég að....
fara í laugar og hlaupa og pumpa eins og ég ætti lífið að leysa...
ná mér í hnakka með aflitað hár og tribal tattú...
byrja að snorta kókaín svo ég geti djammað alla nóttina og verði ekki svöng og brenni hraðar í ræktinni....
taka hægðarlosandi lyf svo að maginn minn verði innfallinn þegar ég er búin að gleypa loft og drekka kaffið mitt...
byrja að reykja....
fá mér tribal tattú..
vingast við Örnu Kiss-drottningu...
grafa upp gömlu Tark buxurnar frá því í 9.bekk....
drekka mikið af trönuberjasafa til varnar blöðrubólgunni sem myndi eflaust sækja á mig ótt og títt sökum non-síddar pilsins sem ég væri í....
kaupa 12 cm hæla...og læra að ganga á þeim...
fara á djammið allar helgar og litlu helgidaga líka....
komast að því hvaða starfsfólk vinnur í hvaða NTC búð...
hver gefur ókeypis kókakín....
hver er hipp og kúl að hanga með...
ég þarf að nota kunningjaskap minn við Á.K. til að komast í sjónvarpið....
og já....
hætta í skólanum svo ég geti verið fulltæm í því að lúkka í Laugum og á Hverfis og Óliver og Sólon....
eftirsóknarvert líf?
greinilega...
kannski bara ekki fyrir mig, en þetta virðist vera vænlegur kostur margra kvenna... ég er að reyna að dæma þær ekki en eftir 17 mín af augngotum og gervilegum hlátri þá fór ég.
mér ofbauð.
þetta var allt svo innantómt og svo mikið gervilúkk.
kannski er þetta fólk virkilega hamingjusamt og það kýs þetta líferni. kannski er það ekki fórnarlamb neysluhyggjunar og fjölmiðla....
kannski skil ég þetta ekki bara.
ég allavega veit það að ég verð aldrei bikinímódel en ég hef komið til Hawaii og það var indeed tropical... það nægir mér.
en aftur að hipp og kúl...
ég datt inn í mæspeis heiminn...
ég er allt annað en hipp og kúl þar, hreinar línur.
Ég er ekki í hljómsveit.
Ég er ekki hönnuður.
Ég er ekki listræn á neinn hátt.
Ég hlusta ekki á hipp og kúl jaðarhljómsveitir.
Mugison er ekki vinur minn.
Frontinn minn er ekki útúrpældur með myndum og effectum.
ég væri meira til að vera svona mæspeis hipp og kúl frekar en bikini Pravda "hóru" hipp og kúl (afsaka hóru orðabragið en þetta eigna ég hórumömmunni Brynju eitthvað).
kannski ætti ég að fara að læra á hljóðfæri.
kannski ætti ég að reyna að sauma eitthvað eða teikna eða mála eða skrifa ljóð...
kannski ætti ég að ganga meira í spandexi og mörgum litum....
kannski ætti eg að lesa fleiri klassíks bókmenntaverk og vitna í þau í tíma og ótíma....
kannski ætti ég að adda Mugison....
ég held að ég sé bara í fullblown identity crisis.
ég vil nefnilega meina að einu sinni hafi ég verið hipp og kúl.
hvenær má kannski deila um en í mínum huga hef ég átt nokkur mismunandi hipp og kúl tímabil..
svo er spurninginn; vil ég vera hipp og kúl?
ég barasta veit það ekki...
mér finnst svo kósí að vera í skólastelpu fötunum mínum og í skólastelpu lífinu mínu...
bíddu...
EUREKA!
ætli ég sé hipp og kúl innan HÍ eða réttara sálfræðarinnar??????
(einkunnir draga definetly frá mér brownie stig hvað kúlness varðar...)
en bara pæling...

með hækkandi sól og minni skólasetu hlýtur þetta allt saman að koma; ætli ég verði hipp og kúl í sumar?
þangað til að hlýindi koma og skólabækur fara held ég áfram að kúra á stúdentagörðum, sörfa netið, búa til tómatsúpur og mitt eigið indverska kurrí, hlusta á Magic Numbers og Jack Johnson og Kanye West, skoða flug til Köben, setja hárið mitt í snúð, fara í víðu buxurnar mínar og stóra svarta peysu, narta í súkkulaðirúsínur og saltstengur og leggja einn kapal eða svo fyrir svefninn....
það fer alveg að koma sumar....
i cant take it no more...i want u in my life for sure...
annars er hugurinn mikið við BA verkefnið, sundferð með Unni minni á morgun og ákveðna baun í útlöndum...
siggadögg
-all i really want is u-
10 ummæli:
ohhh sigga þú ert mest hip og kúl manneskja í heimi, ef það var ekki hip&cool verður það það við návist þína, ÁN DJÓKS ;)
oh ég elska að lesa bloggið þitt... skemmtilegast penni ever... og ekki halda að þú sért ekki svöl ;) þú ert mjög svöl.. sigga svala.. mahaha
stelpur...ég bara roðna af svona skjalli... :)
ætli FM Svali vilji byrja með mér þegar hann sér þetta??? eða kannski ætti ég að fara að hana með..Svölu nokkurri Björgvins???
lífið er betra þegar stelpunum finnst maður vera svalur.... ;)
Hey.. nokkuð kúl! Ég man líka þessa góðu daga ef góða skildi kalla. Er þetta bara ekki aukinn þroski Siggi minn?? Að stefna e-t í stað þess að leggja ofurmentað í djamm og lúkk, þá kannski bara metnað í menntun, nám og námsárangur!! Tja mér finnst það allavega! og þú ert nú alveg smá kúl, miss party planner og hljómsveitar/dj-vinkona!! hehehe :D
kannski, kannski , kannski ...... að vera cool er bara hugarástand :) Ef þú vilt vera cool ? Vertu þá bara cool ! Hver er ég , að geta sagt að þú sért ekki cool ?
hmmm...
ég var einmitt að contempleita hvort mér finndist ég vera kúl...
það er ekki kúl að kommenta nafnlaust, svo mikið er víst...
sigga sigga sigga sá sem getur verið hann sjálfur og lifað lífinu sáttur við sjálfan sig og sínar ákvarðanir er mest kúl í heimi..það er ekkert kúl við að leitast við að vera eins og e-r annar, maður á bara að vera maður sjálfur og sigga þú ert svo sannarlega þú sjálf..takk fyrir daginn ástin..
vel mælt, vel mælt...
unnur mín, takk fyrir alveg yndislegan stelpu sunnudag, sund brunch og viðskiptaumræður og kolaportið; er hægt að biðja um meira???
Þið eruð svo cool ........
heheheeheh það bjargar sko alveg deginum að kíkja á bloggið þitt;) þú varst allavega hip og kúl í gamla daga svo mikið er víst :) bestu kveðjur Halldóra
Skrifa ummæli